Ísfuglssúpa (fyrir 6-8)

  • KJÚKLINGAUPPSKRIFTIR
  • 0 Comments

Hráefni

4 steiktar kjúklingabringur
2-4 msk. olía
3 msk. karrý (t.d. De luxe frá Pottagöldrum)
heill hvítlaukur
1 blaðlaukur
2 rauðar paprikur
2 grænar paprikur
1 dós tómatmauk
1 askja hreinn rjómaostur (400 g)
1 flaska Heinz chilisósa
3-4 teningar kjúklinga-/grænmetiskraftur
1 ½ lítri vatn
1 peli rjómi
salt
pipar

Aðferð

    • Grænmetið skorið og svissað á pönnu í olíu og karrýi.

    • Öllu öðru bætt út í og smakkað til með salti og pipar.

    • Hrært vel í á meðan suðan kemur upp.

    • Kjúklingabringurnar skornar í hæfilega bita og settar út í.

0 Comments