Hráefni

500 g kalkúnakjöt, skorið í u.þ.b. 2,5 cm þykka bita
6 msk. ólífuolía
3 miðlungsstórir laukar, saxaðir
2 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt
2/3 bolli tómatamauk úr dós, látið vökvann leka af því
3 msk. tómatpúrra
2 lengjur af ferskum kanil, brotnar í helminga
2 miðlungsstórar sítrónur, skornar niður með hýðinu á
1 ½ tsk. oregano
1/8 tsk. allrahanda
3 bollar kalkúnasoð (notið kalkúnakraft eða jafnvel kjúklingakraft)
½ bolli hveiti
salt og pipar eftir smekk
½ rifinn parmesanostur

Aðferð

• Setjið 3 msk. af ólífuolíunni í pott og látið laukinn malla þangað til hann verður léttbrúnn. Bætið hvítlauknum við og látið malla í 1 mín. í viðbót.
• Lækkið hitann og bætið við tómötum, tómatpúrru, kanil, sítrónum, oregano og allrahanda. Látið malla á lágum hita í 5 mín. Bætið kalkúnasoðinu út í og látið malla við lágan hita undir loki í 75 mínútur.
• Á meðan sósan mallar: Hitið olífuolíuna sem er eftir (3 msk.) á pönnu við háan hita. Veltið kalkúnabitunum upp úr hveiti, hristið af það hveiti sem ekki loðir við og snöggsteikið þangað til kalkúnninn er brúnaður, passið að ofelda hann ekki. (Ef kalkúnabitarnir eru ofsteiktir vilja þeir trosna og fara í sundur þegar þeir eru búnir að malla og eru settir saman við sósuna.)
• Takið af hitanum og setjið til hliðar.
• Bætið kalkúninum í sósuna þegar hún er tilbúin og látið malla án loks í 15 mín.
• Kryddið eftir smekk.
• Takið kanilstangirnar og sítrónubitana upp úr.
• Berið fram með uppáhaldspastanu ykkar og dreifið parmesan yfir.

0 Comments