FRÉTTIR

26.08.2016 / Kjúklingafestivalið í Mosfellsbæ um helgina

Helgina 27.-28. ágúst fer fram bæjarhátíðin “Í túninu heima” í heimabæ okkar, Mosfellsbæ. Kjúklingafestivalið er á sínum stað klukkan 14:00 á laugardeginum við Varmá. Ísfugl mun bjóða gestum og gangandi uppá grillaðan kjúkling og ljúffenga súpu að hætti Nings. Bæjarhátíðin okkar verður glæsilegri með hverju árinu og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Smelltu hér til að kynna þér dagskránna. Sjáumst!
festival2016

20.07.2015 / Framleiðendur vikunnar

reykjabuid_ps2

Þessa vikuna erum við að vinna kjúkling frá Hjallakrók í Ölfusi og Heiðarbæ II í Þingvallasveit sem er á vegum Reykjabúsins. Fylgstu með framleiðendum vikunnar á Facebooksíðu Ísfugls!

28.08.2015 / Ísfugl verður á Kjúklingafestivalinu

Helgina 29.-30. ágúst fer fram bæjarhátíðin “Í túninu heima” í heimabæ okkar, Mosfellsbæ. Ísfugl mun að sjálfsögðu taka þátt í Kjúklingafestivalinu sem verður klukkan 14:00 á laugardeginum við íþróttamiðstöðina að Varmá. Ísfugl mun bjóða gestum og gangandi uppá grillaða kjúklingabita og heita kjúklingasúpu í samstarfi við Nings.

31.10.2014 / Ísfugl í flokki A-fyrirtækja hjá MAST

Ísfugl er nú kominn upp í flokk A-fyrirtækja hjá Matvælastofnun (MAST), sem áhættuflokkar allar starfsstöðvar þar sem unnin eru matvæli úr dýraríkinu. Einkunnin A þýðir að fyrirtækið viðhefur bestu mögulegu starfshætti til að framleiða örugg matvæli. Við mat á áhættu framleiðslunnar fyrir matvælaöryggi er horft til þriggja áhættuþátta:
1) tegundar vinnslunnar og hráefnisins sem unnið er með,
2) stærðar fyrirtækisins eða vinnslunnar
3) og neytendahópsins sem markaðssett er fyrir.

Við, eigendur og starfsfólk Ísfugls, erum stolt af að tilheyra hópi A-fyrirtækja.

03.10.2014 / NÝJAR MERKINGAR

Eins og glöggir neytendur hafa tekið eftir eru nú komnar nýjar merkingar á alla ferskvöru Ísfugls, auk þess sem gamla góða Ísfuglsmerkið hefur fengið andlitslyftingu. Við leggjum ríka áherslu á að neytendur geti séð á umbúðum vörunnar frá hvaða búi hún kemur. Allt ferskt og óunnið kjöt frá Ísfugli er rekjanlegt til bónda og nú má sjá nafn búsins á öllum ferskvöruumbúðum okkar.
Hér á vefnum  geta neytendur svo aflað sér frekari upplýsinga um bóndann sem ræktað hefur þann Ísfuglskjúkling sem keyptur er hverju sinni.

19.09.2014 / Ísfugl er kominn á Facebook!

Núna er hægt að fylgjast með Ísfugli á Facebook.
Á Facebook-síðunni munum við deila girnilegum uppskriftum, tilboðum og fróðleik með viðskiptavinum okkar.

08.09.2014  /  Nýr vefur!

Nýr vefur Ísfugls er kominn í loftið. Hér má finna upplýsingar um fuglana okkar, sem ræktaðir eru með umhyggju og án fúkkalyfja, um vörurnar og vinnslu þeirra, um fyrirtækið – og síðast en ekki síst kynnum við bændurna sem standa að baki Ísfugli.